Námskeið

Vistakstur - Öryggi í akstri

Tímamörk: 2 dagar

18.500 kr Innrita

Heildar námskeiðslýsing

Ökuland býður netnámskeið sem hægt er að taka hvar og hvenær sem er. 

    • Hvert námskeið er opið í 48 klst. eftir innritun. 
    • Engin próf eru í lok námskeiðs.
    • Ökuland notar kennslukerfi sem heitir Canvas. Það þarf ekki að hlaða niður neinum hugbúnaði í tölvur og allir algengustu netvafrar styðja Canvas.
    • Ef notast er við síma eða spjaldtölvu er mælt með að sækja  smáforrit/app sem heitir Canvas Student.
    • Að námskeiði loknu sér Ökuland um skráningu í Ask, gagnagrunn Samgöngustofu og sýslumanna.
    • Askur - Innskráning
    • Ökuland er viðurkenndur námskeiðshaldari.
    • Bent er á mikilvægi þess að ljúka endurmenntun áður en gildistími ökuskírteinis rennur út.
    • Dreifa má námskeiðunum eftir hentugleikum á fimm ára gildistímabil ökuréttindanna. 
    • Tákntalan 95 á bakhlið ökuskírteinis gefur til kynna að ökumaður hafi réttindi til aksturs í atvinnuskyni.
    • Einstaklingum er bent á möguleika á námsstyrk stéttarfélaga og fyrirtækjum á styrki úr starfsmenntasjóðum.
    • Athugið að þegar ökuskírteini er endurnýjað þarf að skila inn læknisvottorði. 

Uppsetning endurmenntunar samkvæmt reglum Samgöngustofu:

  • Ljúka þarf fimm endurmenntunarnámskeiðum áður en aukin ökuréttindi(í flokkum C1/C & D1/D) eru endurnýjuð. Mælt er með að dreifa þeim á fimm ára gildistíma ökuréttinda.
  • Námskeiðunum er  skipt í þrjá hluta; Umhverfi  –   Lög og reglur  & Öryggi  og nú þarf að taka að lágmarki eitt námskeið úr hverjum hluta. Hin tvö eru valfrjáls og mega vera úr hvaða hluta sem er
  • Ekki er lengur um að ræða kjarna, valkjarna og val. 
  • Nú er skylda að eitt af þeim fimm námskeiðum sem bílstjórar taka innihaldi verklegan hluta, til dæmis akstursöryggisnámskeið, verklegt vistakstursnámskeið, námskeið í vetrarakstri eða verklega skyndihjálp.
  • Nánari upplýsingar um endurmenntun atvinnubílstjóra má finna á vef Samgöngustofu